Hvernig heimsfaraldur breytti því hvernig við lítum á útvistun upplýsingatækni

Heimurinn verður aldrei eins. Tækniheimurinn er engin undantekning. Sama hversu skrýtið það kann að hljóma, en hinn óumflýjanlegi sannleikur er sá að nú er hægt að skilgreina alþjóðlegt hugbúnaðarþróunarumhverfi sem fyrir og eftir heimsfaraldur. Flest fyrirtæki og stofnanir eru í umtalsverðum stafrænum- og skipulagsbreytingum þar sem þau verða að laga sig að nýjum veruleika. Það er enginn vafi á því að COVID-19 breytti nálguninni á útvistun upplýsingatækni og að komandi þróun í tækniiðnaðinum eftir heimsfaraldurinn mun taka mið af því.

 

Hvernig sóttkví hafði áhrif á viðskiptaumhverfi tækniiðnaðarins

Jafnvel fyrir heimsfaraldurinn, stóðu mörg fyrirtæki frammi fyrir verulegum áskorunum í upplýsingatækni hvað varðar gæði, öryggi og afhendingu verkefna. Covid-19 varð til þess að fyrirtæki brugðust við yfirvofandi aðgerðum með því að nota sinn hugbúnað og kerfi til að tryggja samfellu vinnuferla, í fjarvinnu. Þessi vinnubrögð hafa verið ný af nálinni fyrir mörg þeirra. Mörg fyrirtæki urðu að skipta yfir í fjarvinnu, sem krafðist talsverðrar aðlögunar frá upplýsingatæknisérfræðingum sínum.

 

Við þessar kringumstæður stóðu fyrirtæki og stofnanir frammi fyrir ýmsum nýjum áskorunum, svo sem viðskiptasamfellu og öryggisáhættu, en einnig skyndilegum breytingum á magni vöru og vinnuafli, hraðari ákvarðanatöku o.s.frv. Stjórnendur og millistjórnendur þurftu að aðlaga viðskiptastefnur sínar í rauntíma og takast á við uppitíma kerfa í rauntíma. Aðgerðir þeirra strax í byrjun krísunnar voru að skilgreina frekari starfsemi fyrirtækisins. En það varð einnig mikilvægt fyrir fyrirtæki að aðlagast síbreytilegu umhverfi og hvernig ætti framkvæma þann lærdóm sem dreginn var af þessari krísu til að byggja sterkar undirstöður fyrir framtíðarverkefni.

 

Hvernig COVID-19 breytti því hvernig við lítum á útvistun upplýsingatækni

Heimurinn eftir heimsfaraldur er opnari fyrir útvistun upplýsingatækni en nokkru sinni fyrr. Fyrirtæki hafa gert sér grein fyrir ávinningnum af því að hafa áreiðanlegan samstarfsaðila í upplýsingatækni, eins mikið og rótgróna hugbúnaðarinnviði til að halda áfram að vinna í krísunni. Reynsla af því að veita góða upplýsingatækniþjónustu í fjarvinnu er orðin lykilatriði.

 

 

Af hverju ættirðu að gefa útvistun á hugbúnaðarþróun tækifæri?

Útvistun upplýsingatækni hefur lengi verið þróun í tækniiðnaðinum og hefur ýmsan ávinning eins og:

 

·     Lág verð

·     Aðgang að alþjóðlegri þekkingu og reynslu

·     Stærð teyma eftir þörfum hverju sinni

·     Hátt öryggisstig

 

Fjarsvinna er hið nýja „norm“

Fjarsvinna snýst ekki aðeins um öryggi og einangrun. Það hefur nú reynst vera jafn árangursrík leið til að halda áfram rekstri á öruggan hátt, svo framarlega sem öryggisstaðlar eru tryggðir. Flestir sérfræðingar í upplýsingatækni, vefhönnuðir og forritarar hafa unnið í fjarvinnu vel fyrir árið 2020, sérstaklega þeir sem stunda útvistun upplýsingatækni. 80% upplýsingatæknifyrirtækja í Úkraínu hafa t.a.m. þegar unnið í fjarvinnu. Í Covid-19 hafa um það bil 98% sérfræðinga í upplýsingatækni í Úkraínu unnið heima.

 

 

Hvert stefnum við?

Gert er ráð fyrir að vöxtur bandarískra og alþjóðlegra tæknimarkaða fari niður í um 2% árið 2020 (samkvæmt Forrester). Á sama tíma er spáð að vöxtur hugbúnaðarútgjalda muni minnka í 2% -4% í bestu tilfellum. Hins vegar gæti hnignunin verið marktækari þar sem enn er ekki vitað um full áhrif Covid-19 faraldursins og því var ekki hægt að mæla það á þeim tíma sem þessar rannsóknir voru gerðar.

 

Hugbúnaðarþróun og upplýsingatæknifyrirtæki standa frammi fyrir nýjum veruleika. Þess vegna eru fyrirtækin að innleiða nýjar aðferðir til að bregðast við þessum aðstæðum. Það snýst nú um að stjórna teymum í fjarvinnu, aðlagast öðru umhverfi iðnaðarins og skilja nýjar þarfir viðskiptavina í hugbúnaðargerð og viðhaldi.

 

Fleiri og fleiri fyrirtæki líta á vinnuna heima fyrir sem nýtt viðunandi viðmið fyrir starfsmenn sína, jafnvel þegar COVID-19 lýkur. Hugbúnaðaröryggi og öryggi samskipta hafa meira vægi en nokkru sinni fyrr. Á meðan munu fyrirtæki byrja að leita að fjarþjónustu enn meira en áður og líta á útvistun upplýsingatækni, sem alltaf var skilvirk lausn, sem eina áreiðanlega kostinn.

 

Heimild: elitix